Alþjóðleg Matvælahreyfing - staðbundin fersk matvæli fyrir alla

POD Viðskiptanetið er alþjóðlegt samfélag sem þróar opnar sjálfbærnilausnir og stuðlar að samstarfi opinbera og einka-aðila


Staðlaðar lausnir í þróun FamilyPOD - AgriPOD - CityPOD

Alþjóðanetið vinnur saman að þróun nokkurra af fyrstu stöðluðu vörulausnunum sem verða fjöldaframleiddar. Fyrstu þrjár lausnirnar eiga að þjónusta helstu markhópa sem spanna allt frá FamilyPOD fyrir fjölskyldur og AgriPOD fyrir minni samfélög, upp í CityPOD fyrir stærri samfélög sem miða á að verða sjálfbær. PODnet-SolaRoof lausnir miða á fyrst og fremst á „blue/green“ matvælaframleiðslu en útgáfur af SolaRoof byggingum með áherslu á smá-íbúðir og herbergi eru einnig í þróun.


Þróun sjálfbærni vöru og þjónustulausna.

Við þróum og framleiðum lokuð sjálfbær vistkerfi sem framleiða hreinan mat, orku, vatn og súrefni fyrir sjálfbær samfélög framtíðar.

Langtíma markmið PODnetsins er að þróa lokuð sjálfbær (regenerative) vistkerfi sem hægt er að setja upp hvar sem er. PODnet-SolaRoof hús eru háþróaðar byggingar sem geta framleidd gnægð hreinnar fæðu, orku ,vatns og súrefnis. Lausnir okkar eru þróaðar í opnu alþjóðlegu samstarfi þar sem miðað er á að skapa lausnir fyrir krefjandi aðstæður sem nýtast fyrir breytta tíma bæði á Jörðinni sem og stefna okkar er einnig að þróa lausnir sem hægt verður að setja upp í öfgafullum aðstæðum fyrir utan plánetuna.

SolaRoof byggingar eru í grunninn lágtækni lausn, en innviði þau sem sett eru upp inn í byggingunum eru hátæknilausnir. PODnet-SolaRoof byggingar eru vettvangs-pallborð, samstarfsvettvangur fyrir kerfishönnuði sem vilja þróa kerfi sín ein og sér, sem og innan stærri og heildrænni kerfismyndar þar sem mynduð eru lokuð hringrásakerfi sem líkja eftir náttúruferlum.

SolaRoof er í grunninn framúrstefnuleg (disruptive) byggingatækni. Í grunning einföld byggingatækni, tæknilausn sem sameinar allt í senn hagkvæmni við framleiðslu, uppsetningu og rekstur. SolaRoof byggingatæknin sparar gífurlega mikið fjármagn, um leið og lausnin er sem næst því kemst að vera kolefnisfrí(zero-carbon) þegar sett eru upp helstu kerfi sem mynda lokaða hringrás þar sem ekkert fer til spillis.

Fyrri verkefni hafa sýnt það og sannað yfirburði SolaRoof bygginga, m.a. verkefni sem Richard Nelson hóf í samstarfi við opinbert fyrirtæki í eigu Drammen borgar. Þar var byggð frumútgáfa AgriPODhúss sem í nýlegri meistararitgerð sýndi fram á að húsið notaði yfir 80% minna af orku heldur en bestu Hollensku gróðurhúsin auk þess sem kolefnis fótsporið í rekstri byggingarinnar var 58 sinnum minna. SolaRoof byggingar eru því sem næst kemst því að vera kolefnisfríar þar sem reksturinn er innan lokaðs kerfis þar sem m.a lífrænum úrgang er umbreytt í hreint lífgas sem sér húsnæðinu fyrir orku.

Helstu eiginleikara SolaRoof byggingatækninar er að veita gríðarlega mikla einangrun með því að fylla tveggja laga rými af sápukúlum sem bæði draga í sig og geyma orku frá sólinni ásamt því að hleypa birtu í gegn. Sápuvatn með lífrænni sápu er geymd í tönkum innan SolaRoof vistkerfisins. Sápulausnin er inn í hringrásarkerfi sem keyrt er áfram af pumpu sem fleytir vatni og sápulausn yfir innra lag af tvílaga SolaRoof húsi.

SolaRoof byggingar eru að utan klæddar með slitsterku hátækni efni sem er viðhaldsfrítt og veðraþolið. Annar kostur SolaRoof tækninnar sem sérstaklega nýtist vel í heitu loftslagi er vatnskæling sem er einhver sú skjótasta og ódýrasta leið til þess að kæla niður byggingar án þess að það þurfi að opna út. Þannig þarf ekki að lofta út til að kæla og því helst koltvíoxíð inni í húsunum sem skapar besta mögulega umhverfi fyrir hraðan vöxt plantna, sem um leið hámarkar uppskeru og arðsemi í rekstri.

SolaRoof lífkerfi eru kolefnistrík og hægt er að skapa jafnvægi þar sem bæði menn lifa vel og plöntur þrífast mjög vel, sem aftur skapar ríkt súrefni sem nýtist vel til þess að efla heilsu og vöxt manna.

Plöntur í gegnum ljóstilífunaferli framleiða hreint vatn úr andrúmsloftinu þar sem innra lag SolaRoof byggingarinnar safnar vatni á filmu sem síðan rennur niður í tanka sem safna þessu hreina og tæra vatni sem safnast úr andrúmsloftinu. Vatni sem síðan eru hleypt af stað og endurnýjað inn í SolaRoof lífhvelfingum.

SolaRoof er nettengt tölvustýrt snjall umhverfi sem til framtíðar er að stóru leyti stýrt af gerfigreind sem mun sífellt þróast í átt að því að hámarka afköst og sjálfvirkni innan PODnet-SolaRoof kerfa.

Innan SolaRoof lífkerfa er fjöldi flókinna ferla þar sem dæmi má nefna þörunga sem virkja ljóstilífunar orku frá sólarljósinu og framleiða lífmassa úr koltvíoxíð, vatni og næringu. Kolefni er umbreytt í lífmetan sem er hrein zero-carbon nýtist til framleiðslu rafmagns.

Þetta er aðeins dæmi um SolaRoof kerfis ferla, en framundan er viðamikið samstarf aðila sem vinna að þróun sjálfbærra lausna sem vinna saman og gera PODnet-SolaRoof lausnir að stökkpalli (catalyst) sem kemur bestu lausnunum í fremstu röð, þar sem PODnetið vinnur að uppbyggingu „affiliate“ samstarfs-sölukerfis þar sem gagnkvæm miðlun opinna viðskipta og vörulausna hámarkar árangur allra. Hér er PODnetið að koma með nýjan vettvang fyrir þá sem þróa og framleiða sjálfbærnilausnir, kerfi sem hægt verður að setja upp inn í SolaRoof húsum.

Fullbúið SolaRoof CEE kerfi (Closed Ecological Environment) getur starfað „off-grid“ sjálfstætt án tengingar við veitukerfi tengd borgum og bæjum. Þannig er hægt að setja húsin upp hvar sem er, en SolaRoof bygging framleiðir jafnvel umfram-orku og auðlindir sem nýtast nærliggjandi sveitum og bæjum. PODnet-SolaRoof hús og matvælaframleiðsla ætti þannig að vera fyrsta bygging sem rís þegar kemur að því að byggja upp ný sjálfbær samfélög.

SolaRoof kerfi getur framleitt það mikið af umfram orku að einstaklingar, hópar, fjölskyldur og samfélög geta nýtt byggingarnar sem híbýli til þess að lifa og starfa í.

SolaRoof sápukúlu einangrunar og skyggingatækni hefur verið prufuð og sannreynd sem tækni er virkar í hvaða umhverfi sem er. Upphaflega fundin upp af Richard Nelson sem hugsaði tæknina upp í Kanada fyrir Arctic svæði. Síðar kom þó í ljós að byggingatækninn sannaði sig líka sem hagkvæma lausn á heitum „tropical“ svæðum.

Við hvetjum fólk til að gera þetta sjálft(DIY), en við erum líka að byggja upp heildstæðar vöru og þjónustulausnir fyrir þá sem vilja. SolaRoof byggingar geta allir byggt frá grunni úr uppsöfnuðu og endurnýjanlegu efni. PODnetið þróar til leiðbeiningar og kennslu stafrænt efni til þess að allir geti hjálpað sér sjálfir. Á sama tíma vinnur PODnetið í að koma setja upp bæði alþjóðlegar og staðbundnar birgðakeðjur til þess að tryggja sem flestum aðgang að háþróuðum lausnum á lágmarks verði. Auk þess vinnur PODnetið að þróun fjármögnunarleiða fyrir PODfrumkvöðla og athafnafólk sem starfrækir POD PODworks útibú. Við erum hér að koma með lausnir fyrir þá sem vilja stíga inn í framtíðina og framleiða staðbundin hágæða matvæli fyrir sig og sitt samfélag.

Þróun samfélagslegra viðskiptamódela

Í grunninn byggir viðskiptamódel PODnetsins á að vinna opið(open source) þar sem Creative Commons Share Alike Public Licenses eru virkjuð til þess að gera öllum kleift að byggja á okkar lausnum. Um leið þróum við og bjóðum upp á viðskiptaleyfi og allskyns rekstarmódel sem þróast með tíð og tíma fyrir þá sem vilja stunda sjálfbær viðskipti byggð á sannreyndum PODnet-SolaRoof lausnum.

Allir sem byggja á PODnet-SolaRoof lausnum ber skylda að deila framförum á tæknilausnum og hönnunum með alþjóðlega PODnet-SolaRoof samfélaginu. Með því að þróa um leið samfélagsleg viðskiptamódel getum við virkjað kraft fjöldans og safnað hratt og örugglega helstu framförum í þróun staðlaðra vörulausna sem við síðan framleiðum í gegnum birgðakeðjur sem fá alltaf nýjustu upplýsingar um þá framþróun sem hefur átt sér stað. Það tryggir meðlimum PODnetsins lægsta verð og hæðstu gæði þar sem meðlimir fá bæði ódýrari vöru og þjónustu á sama tíma og þeir taka þátt í að byggja upp alþjóðanetið sem byggir upp samfélagsleg þjónustukerfi.

PODworks - POD virkar á Íslandi

PODworks útibú eru sjálfstæðar einingar sem starfa í samstarfi við alþjóðanetið, félög sem geta í raun starfað undir hvaða nafni sem er, en hafa rétt á að titlað sig sem „nationa/regional“ PODworks vöru og þjónustu útibú. PODnet alþjóðanetið gefur út PODworks leyfi til þeirra sem hyggja á að byggja á módelum og „blueprints“ sem PODnetið þróar til að setja upp birgðakeðjur, og/eða gefa aðgang að þeim birgðakeðjum sem þegar er búið að setja upp.

PODworks útibú þjónusta PODfrumkvöðla(PODpioneers) og alla þá sem vilja byggja upp staðbundna matvælaframleiðslu. PODworks útibú eru þannig alhliða sölu, dreifingar og þjónustuaðilar fyrir SolaRoof byggingar, en útibúin fá ráðgjöf og tæknilega aðstoð frá alþjóðanetinum og þeim félögum sem eru hluti af samstarfinu.

Félög sem hafa PODworks viðskipta leyfi til að stunda viðskipta með PODnet lausnir, fjárfesta 40% af hagnaði í alþjóðlega samvinnu-félaginu á Íslandi. Alþjóðenetið er PODworksGlobal sem byggir m.a. upp stafræn þjónustu innviði til að þjóna PODworks útibúum og POD frumkvöðlum sem fjárfesta 20% af hagnaði sem verður til með framleiðslu hágæða matvæla.

Helsta markmið PODnetsins er að enda hungur á Jörðinni

PODworksGlobal hefur þann tilgang að miðla auðlindum þar sem fjárfestingar frá PODútibúum(40%) og PODfrumkvöðlum(20%) fara beint í fjármögnun útþenslu PODnetsins bæði í gegnum hagnaðardrifin verkefni m.a. tengd matvælaframleiðslu, samfélagsuppbyggingu og ferða/veitingaþjónustu sem og mannúðarverkefni þar sem lögð er áhersla á að styrkja, lána og fjárfesta á svæðum sem eru þjökuð af fátækt og hamförum bæði af völdum manna og náttúru.

Þegar eru hafin mannúðaverkefni undir stjórn Plenty4All sem er mannúðar armur PODnetsins. Til framtíðar er hugsjónin að PODnetið verði með stærstu framtaksaðilum sem miðla lausnum og auðlindum til þess að hjálpa hrjáðum svæðum að hjálpa sér sjálf að verða sjálfbær á mat,orku og vatn.

Birgðakeðja er þegar kominn upp í Bandaríkjunum og í vinnslu eru nokkrar birgðakeðjur, m.a. í Canada og Kína. Til framtíðar er stefnan að koma á birgðakeðjum í sem flestum löndum svo PODnet-SolaRoof vörur þurfi að fara sem styðstar vegalendir til þess að lágmarka kolefnisfótspor og hámarka nýsköpun staðbundinna starfa.

PODnetið er sannarlega að fara nýjar leiðir í þróun viðskiptamódela þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð og uppbyggingu hagnaðar drifinna fyrirtækja sem starfa á samfélagslegum grundvelli. Við trúum að framtíðin sé byggð á samstarfi og opnar lausnir séu besta leiðin til þess að koma mannkyninu og plánetunni inn í farveg sjálfbærrar þróunar. Creative Commons eru verkfæri sem við notum til þess að koma hinni byltingakenndu SolaRoof tækni á markað. Með með mætti fjöldans (crowd-sourcing) sköpum við nýtt vistkerfi, nýtt pallborð til þróunar lausna sem gera samfélög sjálfbær.


Ísland fer með leiðtogahlutverk

Ísland fer með leiðtogahlutverk í alþjóðlegu samstarfi sem í grunninn byggist á því að þróa opnar lausnir sem hannaðar eru til þess gera einstaklingum og samfélögum kleift að verða sjálfbær, og stuðla þannig að sjálfbærri þróun á Jörðinni.

Til framtíðar verður alþjóðlegt samstarfsfélag (cooperative/COOP) skrásett með höfuðstöðvar í Reykjavík. Félagið er PODworksGlobal Collaborative Organization, en það er samvinnufélag sem hefur þann tilgang að þjóna staðbundnum samvinnufélögum(national/regional-local cooperatives) sem hafa viðskiptaleyfi til þess að byggja á og stunda viðskipti með PODnet-SolaRoof vörur og módel.

Á Íslandi eru að verða til einstök tækifæri til að vinna í samstarfi við bæði PODworksGlobal höfuðstöðvar alþjóða PODnetsins, sem og PODworks á Íslandi(nationa/regional hubs) ,staðbundin sam-félög sem miða á uppbyggingu grænna sjálfbærra innviða til að skapa ný störf og tryggja matvælaöryggi.

PODworks félög fá viðskiptaleyfi Sprotamiðstöðva sem Ríkarður Leó Guðmundsson leiðir. Ríkarður, ásamt Richard Nelson eru upphafsmenn PODnetsins og leiða framkvæmda og leiðtogastjórn ásamt meðstjórnendum og ráðgjafaráði sem skipað er ýmsu samstarfs og velgjörðafólki auk félaga í bæði opinberum og einkarekstri. Mörg módel eru í þróun og stefnan er að skapa sem fjölbreyttustu samstarfs ramma í kringum PODnet-SolaRoof (PPP-Public/Private Partnerships)

Ýmsar fjármögnunarleiðir eru þegar í þróun og ein þeirra er tengd POD Nótum sem PODworks lands útibú geta gefið út þegar nýfjárfestingar eiga sér stað í samráði við POD alþjóðanetið. POD Nótur gilda í formi inneignar m.a. fyrir PODnet - SolaRoof vörur, mat og þjónustu. Útgáfa POD Nóta er ný leið til þess að hópfjármagna uppbyggingu staðbundinnar matvælaframleiðslu þar sem fjárfestar eða „POD Englar“ fá Nótur sem aldrei þarf að skila inn og gilda alltaf sem forgangur í mat og afsláttur af vörum.

Fjöldi tegundir SolaRoof bygginga og rekstarmódela eru nú þegar í þróun um víða veröld. Þar má sem dæmi nefna UrbanFeed. PODnetið vinnur með UrbanFeed og framleiðir m.a. byggingar fyrir þau verkefni sem verða til fyrir tilkomu UrbanFeed sem miðar helst til á að fæða hinar snjöllu stórborgir framtíðar. Þegar eru stórir samningar í farvatninu og margt spennandi að eiga sér stað í fjölda landa.

Nú er tækifærið til þess að vera með í byltingu sem á sér engin takmörk. Bylting matvælakerfisins er hafin og framtíðin er staðbundin matvæli framleidd í sjálfbærum og vistvænum byggingum. PODnet-SolaRoof lausnum.

PODnetið er heildstæð hugmyndafræði sem er að verða til, PODnetið er afrakstur áralangrar þróunarvinnu sem á rætur sínar að rekja til Samfélagsverkefna VAXANDI, sem og áratuga þróun SolaRoof tækninnar sem Richard Nelson byrjaði að leiða á áttunda áratug síðustu aldar. VAXANDIhús er undir verkefnarammi VAXANDI sem miðar á þróun fjölda útfærsla snjallra sjálfbærra vistbygginga sem hannaðar eru til að standast ítrustu kröfur fyrir öfgafull umhverfi og hátækni kynslóðir framtíðar.


Hafðu samband ef þú vilt vita meira og hefur áhuga á að vera með.